Færslur: 2007 September

26.09.2007 09:42

Fréttir

Hæ hæ

Já það eru sko komnar fréttir síðan síðast. Alexander Óli er að fara að byrja hjá Dagmömmu!!! Já það er rétt, litli strákurinn okkar er að fara til dagmömmu. Hann byrjar mánudaginn 1. okt í aðlögun sem tekur nokkra daga, fyrsta mánuðinn verður hann bara hálfann daginn þar sem mamman á heimilinu tímir ekki að sleppa honum alveg frá sér svona lengi í einu. Ég er að fara í skóla í janúar, ætla að skella mér í Menntaskólann við Hraðbraut og klára stúdentinn  Svo það verður svaka partý í júlí 2009!!(útskrifarveisla) hehe.....En dagmamman heitir Erla Brynja og býr hér í mosó, ástæðan fyrir því að hann byrjar svona snemma er að við viljum að hann sé orðinn vanur að vera hjá henni þegar ég fer í skólann, betra að byrja bara hægt og rólega í þessu þar sem við höfum tækifæri til þess. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta á eftir að vera miklu erfiðara fyrir mig heldur en hann þar sem hann er svo mikil félagsvera og elskar að vera í kringum börn, svo aðlögunin verður líklega erfiðari fyrir mömmuna en barnið.....hehe
En annars er allt gott að frétta af okkur, Alexander bara vex og dafnar og það er svo gaman að fylgjast með honum uppgvöta heiminn smá saman, hann er svo duglegur, farinn að sytja og skríða, reyndar togar hann sig ennþá áframm á höndunum en hann er líka farinn að fara upp á hnéin og rugga sér aðeins, horfir svo á mann og skilur ekkert í því af hverju hann kemst ekki áframm.



En jæja nóg af fréttum í bili
Endilega kíkið á allr myndirnar sem ég var að setja inn, tvö ný albúm

11.09.2007 11:19

Myndir

Hæ hæ og hó

Ég var að skella inn nokkrum nýjum myndum, endilega kíkið á þær og þið sem vitið ekki passwordið ekki hika við að senda okkur póst :)

Bestu Kveðjur frá okkur hér í Klapparhlíðinni

08.09.2007 21:20

Sjáið hvað ég stækka

Hæ hæ

hér kemur smá myndasería sem sýnir ykkur hvað hann Alexander Óli hefur stækkað  síðan hann fæddist.


Nýfæddur gutti. 3,3 kg og 49 cm


1 mánaða - c.a 3,5 kg og 53 cm


2.mánaða c.a. 4,3 kg og 57 cm


3. mánaða c.a 5,5 kg og 61 cm


4.mánaða c.a 6,4 kg og 64 cm


5.mánaða c.a 7,9 kg og 68 cm


6.mánaða c.a 9,4 kg og 72 cm


Jæja þá er það komið, ég á stundum erfitt með að trúa því hvað strákurinn okkar stækkar hratt, finnst hann stundum stækka OF hratt. Maður sér hann þroskast og dafna með hverjum deiginum og hann er alltaf að gera nýja hluti. Núna er hann farinn að sytja, gleymir sér reyndar svoldið við það og dettur til hliðana en þetta er allt að koma. Hann talar mjög mikið, eða réttara sagt gefur frá sér fullt af mismunandi hljóðum og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum þegar hann uppgvötar eitthvað nýtt hljóð sem hann getur gefið frá sér. Svo verð ég auðvita að monta mig af því að hann er farinn að segja MAMMA, segir það hátt og skírt alla daga, segir líka amma en við bíðum enn eftir að heyra pabbi og afi, það hafa að vísu komið nokkuð líkar útgáfur af þeim orðum en ekkert sem hægt er að taka almenilega mark á. Það eru ekki komnar neinar tennur ennþá en þetta er allt að koma :)
Jæja nóg af fréttum í bili....set inn myndir fljótlega




  • 1

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58563
Samtals gestir: 11967
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 04:49:03